Álit
Auglýsing Allianz – Ísland hf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/2002
- Dagsetning: 29/1/2002
-
Fyrirtæki:
Engin fyrirtæki finnast
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Í sjónvarpi hefur að undanförnu birst auglýsing frá Allianz – Ísland hf. Auglýsingin sýnir lítið barn leika sér við opinn glugga að blómavasa. Barnið og vasinn falla út um gluggann. Í löngu falli er barnið sýnt í nærmynd en er loks gripið af fullorðnum manni. Í kjölfar fjölda athugasemda sem Samkeppnisstofnun bárust sendi stofnunin Allianz bréf þann 10. janúar 2002. Í bréfinu var athygli Allianz vakin á 22. gr. samkeppnislaga þar sem m.a. kemur fram að komi börn fram í auglýsingum skuli þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli. Óskað var eftir athugasemdum Allianz og til þess gefinn tíu daga frestur.