Álit
Gæta skal að samkeppnissjónarmiðum við útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/2012
- Dagsetning: 28/9/2012
-
Fyrirtæki:
- Samkeppniseftirlitið
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
- Fasteignasala
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur beint þeim tilmælum til opinberra aðila, hvort sem er á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga, að þeir leiti tilboða í hlutlægu, málefnalegu og gagnsæju ferli þegar húsnæði eða önnur takmörkuð gæði eru seld eða leigð út til aðila sem stunda samkeppnisrekstur. Við ákvarðanir um skilmála, s.s. um sölu- eða leiguverð, eða tímalengd leigu, skal þess gætt að samkeppni sé ekki skekkt.Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á útleigu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á húsnæði Héraðsskólans að Núpi í Dýrafirði til hótelreksturs var ein af ástæðum útgáfu álits nr. 1/2012. Hér má nálgast afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 27. ágúst 2012, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að það hvernig ráðuneytið stóð að útleigu húsnæðisins hafi haft skaðleg áhrif á samkeppni í skilningi b. liðar 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga.