Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppnishömlur við meðhöndlun úrgangs: Framkvæmd Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi við innleiðingu á endurvinnslutunnum fyrir pappír og pappa

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 1/2014
  • Dagsetning: 6/11/2014
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Í áliti þessu er fjallað um innleiðingu tiltekinna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi á svokallaðri Blátunnu fyrir pappír og pappa. Í álitinu er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing sveitarfélaganna á Blátunnunni sé skaðleg samkeppni en að vegna ákvæða í sérlögum séu ekki forsendur fyrir Samkeppniseftirlitið til að beita bindandi íhlutun í málinu. Skaðleg áhrif af háttsemi sveitarfélaganna fólust annars vegar í því að Reykjavíkurborg kynnti ekki með nægjanlega ljósum hætti þann möguleika íbúa að kaupa þjónustuna af einkaaðilum. Og hins vegar í því að önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg skylda íbúa til að kaupa þjónustuna sem felst í Blátunnunni af þeim einum. Þau sveitarfélög bjóða út söfnun úrgangsins en ekki móttöku hans, flokkun og frekari meðhöndlun. Í álitinu beinir Samkeppniseftirlitið tilmælum til sveitarfélaganna sem ætlað er að koma í veg fyrir þær samkeppnishindranir sem annars leiða af háttsemi þeirra. Í álitinu er jafnframt beint tilmælum til ráðherra sem ætlað er að auka samkeppni og frelsi í viðskiptum tengdum meðhöndlun úrgangs.