Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppnishömlur á eldsneytismarkaði - Álit til umhverfis- og auðlindaráðherra

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 1/2017
  • Dagsetning: 4/4/2017
  • Fyrirtæki:
    • Umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Í álitinu er því beint til umhverfis- og auðlindaráðherra að hann beiti sér fyrir breytingum á ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 þannig að kveðið verði skýrt á um að hafa skuli hliðsjón af samkeppnissjónarmiðum við framkvæmd laganna.

    Mjög mismunandi er hvort og hvernig litið er til samkeppnissjónarmiða við skipulagsgerð og úthlutun lóða. Þótt ráðuneytið hafi túlkað lögin þannig að sveitarfélögum beri að taka tillit til samkeppnissjónarmiða við skipulagsgerð og úthlutun lóða, hefur a.m.k. Reykjavíkurborg ekki talið sér skylt að gera það. Af þeim sökum telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að ráðherrann beiti sér fyrir fyrrgreindum breytingum.

    Þetta álit er eitt af fjórum álitum sem birt eru í tengslum við markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum þar tilmælum er beint til opinberra aðila um að stuðla að bættum samkeppnisaðstæðum á eldsneytismarkaðnum.