Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppnishömlur á eldsneytismarkaði - Álit til Reykjavíkurborgar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 2/2017
  • Dagsetning: 4/4/2017
  • Fyrirtæki:
    • Reykjavíkurborg
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Í álitinu er því beint til Reykjavíkurborgar að hún beiti sér fyrir því að draga úr þeim samkeppnishömlum á íslenska eldsneytismarkaðnum sem felast í núgildandi stefnu og framkvæmd Reykjavíkurborgar varðandi eldsneytisstöðvar.

    Að mati Samkeppniseftirlitsins er stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar til þess fallin að hindra samkeppni. Í skipulagi borgarinnar er kveðið á um að spornað verði við fjölgun bensínstöðva í borginni og miðað við að þeim fjölgi ekki. Þótt undirliggjandi markmið eigi fullan rétt á sér, eru sterkar vísbendingar um að þær leiðir sem borgin hefur valið að þessu markmiði hafi lítil eða jafnvel þveröfug áhrif.

    Þetta álit er eitt af fjórum álitum sem birt eru í tengslum við markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum þar tilmælum er beint til opinberra aðila um að stuðla að bættum samkeppnisaðstæðum á eldsneytismarkaðnum.