Álit
Kvörtun Aðalstöðvarinnar vegna Ríkisútvarpsins
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 5/1995
- Dagsetning: 3/7/1995
-
Fyrirtæki:
- Aðalstöðin
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
-
Málefni:
- Samkeppni og hið opinbera
-
Reifun
Kvartað var yfir því að RÚV misbeitti markaðsyfirráðum stofnunarinnar með því að veita afslátt frá staðfestum auglýsingataxta og bryti þannig gegn samkeppnislögum.
Samkeppnisráð taldi að það hefði ekki verið í samræmi við markmið samkeppnislaga þegar RÚV bauð afslátt á auglýsingum í textavarpi ef auglýst var í öðrum miðlum stofnunarinnar. Ríkisútvarpið dró tilboðið um afslátt til baka eftir athugasemdir samkeppnisyfirvalda. Ekki var talin frekari ástæða að grípa til aðgerða samkeppnisráðs á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.
Að mati Samkeppnisráðs þótti ljóst að ýmis atriði skekktu samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðlafyrirtækja og takmörkuðu aðgang þeirra að markaðnum, einkum þeirra sem aðeins rækju hljóðvarpsstöðvar. Talin voru upp atriði sem ollu samkeppnislegri mismunun útvarpsstöðva og samkeppnisyfirvöld töldu ástæðu til að vekja sérstaka athygli á með hliðsjón af markmiði samkeppnislaga. Taldi ráðið æskilegt að við samningu nýrra útvarpslaga yrði tekið tillit til þessara atriða.