Skýrslur
Virk samkeppni - hagur almennings. Samkeppniseftirlitið gefur út kynningarrit
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 2/2006
- Dagsetning: 31/10/2006
-
Fyrirtæki:
Engin fyrirtæki finnast
-
Atvinnuvegir:
Enginn atvinnuvegur finnst
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið gefur í dag út ritið Virk samkeppni – hagur almennings. Í því er að finna lýsingu á starfsemi Samkeppniseftirlitsins, skipulagi og áherslum. Með ritinu er ætlunin að kynna Samkeppniseftirlitið, nú þegar rúmlega ár er liðið frá stofnun þess. Jafnframt er í ritinu fjallað um ákvarðanir samkeppnisyfirvalda á árinu 2005.
Samkeppni í litlu landi
Í aðfararorðum Gylfa Magnússonar, formanns stjórnar Samkeppniseftirlitsins segir meðal annars: „Starf samkeppnisyfirvalda er alls staðar vandasamt en sennilega óvíða meira krefjandi en hérlendis. Á smáum og að ýmsu leyti einangruðum markaði eins og þeim íslenska verður fákeppni nánast reglan. Í slíku umhverfi skiptir miklu að starf samkeppnisyfirvalda sé árangursríkt.“
Verk að vinna
Í inngangi Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins kemur þetta fram: „Aukin samþjöppun og alvarleg dæmi um brot á samkeppnislögum, sem upplýst hafa verið á síðustu árum, benda til þess að nauðsynlegt sé að herða tökin í framkvæmd samkeppnislaga. Markmið okkar er að skapa þannig umhverfi í íslensku atvinnulífi að enginn geti áhyggjulaust tekið þátt í ólögmætu samráði eða misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Jafnframt hyggjumst við fara í saumana á frekari samþjöppun á fákeppnismörkuðum.“