Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Skýrslur

Skýrsla ECA um samkeppnisleg vandamál á markaði fyrir bankaþjónustu

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 1/2006
  • Dagsetning: 14/6/2006
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Á árinu 2005 skipuðu samtök evrópskra samkeppnisyfirvalda, ECA ( European Competition Authorities), vinnuhóp til þess að skilgreina hugsanleg samkeppnisleg vandamál á markaði fyrir almenna bankaþjónustu (e. retail banking market). Markmiðið var að birta skýrslu um niðurstöðuna og tillögur til úrbóta væri þess talin þörf.

    Vinnuhópnum var falið að skoða sérstaklega eftirfarandi atriði:

    1. Hreyfanleika viðskiptavina milli viðskiptabanka.

    2. Aðgang nýrra banka að greiðslumiðlunarkerfum sem nauðsynleg eru fyrir almenna bankastarfsemi.

    3. Afstöðu til sameiginlegs greiðslumiðlunarkerfis í Evrópu, SEPA (Single European Payment Area).

    Lokaskýrsla og tillögur voru kynntar og samþykktar á fundi forstjóra samkeppnisyfirvalda í Evrópu í maí á þessu ári. Skýrslan var gefin út í júlí.

    Fjármálastarfsemi gegnir mikilvægu hlutverki í efnahagslífi hverrar þjóðar. Hún er ekki aðeins mikilvæg sem slík heldur gegnir hún afgerandi hlutverki fyrir starfsemi á öðrum mörkuðum og í efnahagskerfinu í heild. Þess vegna er grundvallaratriði að samkeppni sé virk á þessum markaði og að hún sé eins skilvirk og mögulegt er. Skortur á samkeppni í þessari þjónustu getur skaðað neytendur sem kemur fram í háu verðlagi, skorti á nýjungum og óskilvirkum fjármálamarkaði.

    Þess vegna er fjármálastarfsemi á meðal þeirra þátta atvinnulífsins sem Samkeppniseftirlitið leggur megináherslu á í starfsemi sinni. Má í því sambandi geta þess að nú í haust mun Samkeppniseftirlitið kynna skýrslu um samkeppni í bankaþjónustu á Norðurlöndunum, sem norrænu samkeppniseftirlitin hafa unnið að.