Umsagnir
Umsögn um fjárlagafrumvarp
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 7/2023
- Dagsetning: 14/11/2023
-
Fyrirtæki:
Engin fyrirtæki finnast
-
Atvinnuvegir:
Enginn atvinnuvegur finnst
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið vísar til erindis fjárlaganefndar, dags. 6. nóvember sl., þar sem óskað var umsagnar við frumvarp til laga um fjárlög 2024, 1. mál. Viðbótarfrestur var veittur til að skila umsögninni.
Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir því að Samkeppniseftirlitið sæti umtalsverðu aðhaldi, sem hefur í för með sér að eftirlitið muni þurfa að draga úr starfsemi sinni á næsta ári.
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndar vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2024-2028, dags. 25. apríl sl., kemur m.a. fram að Samkeppniseftirlitið hafi ítrekað vakið athygli stjórnvalda á þeim þrönga stakk sem því sé skorinn til þess að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Hafi eftirlitið um langa hríð bent á að það hafi þurft að forgangsraða verkefnum og hafi af þeim sökum átt í erfiðleikum með að uppfylla lögbundið hlutverk sitt. Í umsögninni eru rakin verkefnasvið sem nauðsynlegt sé að styrkja.1
Í tengslum við mótun á áherslum Samkeppniseftirlitsins fyrir árin 2024-2026 vann eftirlitið ítarlegri greiningu á því rekstrarsvigrúmi sem það býr við, starfsmannaþörf miðað við lögbundin verkefni stofnunarinnar og þróun fjárheimilda í samanburði við verkefnaumfang, sem eðli máls samkvæmt helgast fyrst og fremst af þróun og umfangi atvinnulífs á Íslandi sem og hinu opinbera.Fylgiskjöl: