Umsagnir
Sjónarmið Samkeppniseftirlitsins v. erindis ESA - breytingar á búvörulögum
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 7/2024
- Dagsetning: 8/7/2024
-
Fyrirtæki:
Engin fyrirtæki finnast
-
Atvinnuvegir:
Enginn atvinnuvegur finnst
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið vísar til tölvupósts matvælaráðuneytisins, dags. 14. maí 2024, þar sem óskað er eftir sjónarmiðum og athugasemdum Samkeppniseftirlitsins vegna þeirra spurninga sem fram koma í erindi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til ráðuneytisins.
Í tölvupóstinum segir að ráðuneytinu hafi borist erindi frá ESA þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum frá matvælaráðuneytinu vegna nýsamþykktra laga nr. 30/2024 um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (framleiðendafélög). Í lögunum er framleiðendafélögum, eins og þau eru skilgreind í 1. gr. laganna, veittar heimildir til undanþága frá samkeppnislögum, og hefur ESA nú til skoðunar hvort heimildirnar samræmist ákvæðum EES-samningsins.