Úrskurðir áfrýjunarnefndar
Perla norðursins hf. gegn Samkeppniseftirlitinu
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 2/2024
- Dagsetning: 9/7/2024
-
Fyrirtæki:
Engin fyrirtæki finnast
-
Atvinnuvegir:
Enginn atvinnuvegur finnst
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Með kæru, dags. 8. maí 2024, hefur Perla norðursins hf. (hér eftir nefnt áfrýjandi), kært til
áfrýjunarnefndar samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 10. apríl 2024 um að ekki
væru forsendur eða tilefni til að taka til frekari rannsóknar kvörtun áfrýjanda og Samtaka
ferðaþjónustunnar (hér eftir nefnd SAF) frá 20. janúar 2023 um að Náttúruminjasafn Íslands (hér
eftir nefnt NMSÍ) hygðist opna sýningu um náttúru Íslands í Náttúruhúsi á Seltjarnarnesi, sem yrði
í beinni samkeppni við sýningu áfrýjanda í húsnæði Perlunnar í Reykjavík.Kröfu áfrýjanda, Perlu norðursins ehf., um að felld verði úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 10. apríl 2024 um að aðhafast ekki frekar vegna erindis áfrýjanda og Samtaka ferðaþjónustunnar frá 20. janúar 2023, er hafnað.