Úrskurðir áfrýjunarnefndar
FL Group hf. gegn Samkeppniseftirlitinu
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 22/2005
- Dagsetning: 21/11/2005
-
Fyrirtæki:
- Samkeppniseftirlitið
- FL Group hf.
- Fons Eignarhaldsfélag hf
-
Atvinnuvegir:
- Samgöngur og ferðamál
- Flugþjónusta
-
Málefni:
Engin málefni finnast
- Reifun FL Group hafði keypt af Fons eignarhaldsfélagi hf. samning um kaup áfrýjanda á öllu hlutafé hins síðarnefnda í Sterling Airlines A/S, Flyselskabet A/S og Sterling Icelandic Aps. Var samruninn ekki tilkynntur til íslenskra samkeppnisyfirvalda. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir að FL Group færði rök fyrir því að samruninn væri ekki tilkynningarskyldur og komst eftir rannsókn að þeirri niðurstöðu að FL Group og Sterling væri skylt að tilkynna um samruna félaganna í samræmi við 17. gr. samkeppnislaga. Áfrýjunarnefnd samkeppnislaga felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og taldi lagaákvæði það sem byggt var á ekki nægjanlega skýrt og ótvírætt til að byggja á því tilkynningarskyldu eins og þessu máli var háttað.