• Ordabok_Samkeppnislog

Upplýsingasíða um breytingar á samkeppnislögunum

Á þessari síðu er að finna umsögn Samkeppniseftirlitsins, dags. 5. maí 2020, um frumvarp til laga um breytingar á samkeppnislögum, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi (þingskj. 1029, 610. mál).

Jafnframt er hér umsögn Samkeppniseftirlitsins, dags. 8. nóvember 2019, við drög að frumvarpinu þegar það var kynnt á Samráðsgátt stjórnvalda. Hér er einnig aðgengilegt annað efni sem að gagni getur komið í umræðu um samkeppnislögin og mótun þeirra.

Samkeppniseftirlitið er óhjákvæmilega þátttakandi í umræðu um mótun samkeppnislaga, enda er það m.a. hlutverk eftirlitsins að benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari, sbr. c-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga.


Umsögn Samkeppniseftirlitsins til Alþingis, dags. 05.05.2020


Umsögn Samkeppniseftirlitsins á Samráðsgátt, dags. 08.11.2019

 Samantekt

1. Um tilefni og nauðsyn lagasetningar 

2. Um málskot Samkeppniseftirlitsins vegna almannahagsmuna

3. Um afnám heimildar til íhlutunar til þess að bæta virkni markaða (íhlutun án brots)

4. Um afnám undanþáguheimildar Samkeppniseftirlitsins frá ólögmætu samráði

5. Um breytingar á samrunareglum

6. Um heimildir Samkeppniseftirlitsins til að sætta mál

7. Um breytingu á markmiðsákvæði laganna

8. Um skipun í starf forstjóra

9. Um breytingar er varða samstarfssamning norrænu samkeppniseftirlitanna

10. Um æskilegar breytingar sem ekki er að finna í frumvarpsdrögunum

Fylgiskjöl með umsögn

Umsögn Samkeppniseftirlitsins á PDF


Frumvarpið á Samráðsgátt
Samradsgatt


Hér er hægt að lesa frumvarpið 

Hér er svo hægt að fara inn á Samráðsgáttina  

31.10.2019 - Norsk stjórnvöld hyggjast veita norska samkeppniseftirlitinu málskotsrétt fyrir dómstólum – Skortur á málskotsrétti gagnrýndur af Eftirlitsstofnun EFTA

30.10.2019 - Leiðrétting á umfjöllun í Morgunblaðinu

26.10.2019 - Samkeppnislög meira íþyngjandi á Íslandi

22.10.2019 - Um frumvarp til breytinga á samkeppnislögum - Viðbrögð Samkeppniseftirlitsins


Fréttir

31.10.2019 : Norsk stjórnvöld hyggjast veita norska samkeppniseftirlitinu málskotsrétt fyrir dómstólum – Skortur á málskotsrétti gagnrýndur af Eftirlitsstofnun EFTA

Í nýkynntum drögum að frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, er m.a. lagt til að fella niður heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla hérlendis.

30.10.2019 : Leiðrétting á umfjöllun í Morgunblaðinu

Í pistli Innherja í Viðskiptablaði Morgunblaðsins er farið rangt með í frásögn af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á undanþágubeiðni vegna samstarfs Eimskipafélagsins og Royal Arctic Line (RAL).

22.10.2019 : Um frumvarp til breytinga á samkeppnislögum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnti í gær drög að frumvarpi til laga um breytingu á samkeppnislögum.
Vegna fyrirspurna um afstöðu til frumvarpsins vill Samkeppniseftirlitið taka eftirfarandi fram: