Upplýsingasíða um breytingar á greiðslukortamarkaði - Leiðbeining

Þann 18. desember 2005 var greint frá því að Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor hefðu hver fyrir sig gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar þess á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði.

Fyrrgreindum sáttum er ætlað að leiða til mikilvægra breytinga á greiðslukortamarkaði. Megintilgangurinn með þeim er að tryggja samkeppnislegt jafnræði keppinauta á sviði færsluhirðingar og greiðslukortaútgáfu, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum í starfsemi fjármálafyrirtækja á greiðslukortamarkaði, stuðla að aukinni hagkvæmni í greiðslukortaþjónustu með því að skapa grundvöll fyrir sterkara aðhald viðskiptavina og að öðru leyti stuðla að virkari samkeppni á sviði kortaútgáfu og færsluhirðingar.

Mikilvægt er að söluaðilar og neytendur séu upplýstir um breytingarnar og sýni nauðsynlegt aðhald. Þessi upplýsingasíða veitir aðgang að upplýsingum um framangreindar sáttir og aðgerðir sem í þeim felast.

Um yfirstandandi breytingar:

  • Frétt, dags. 18. desember 2014, Verulegar breytingar á greiðslukortamarkaði – Bankar og greiðslukortafyrirtæki gera sátt við Samkeppniseftirlitið.
  • Frétt, dags. 30. apríl 2015, Breytingar á greiðslukortamarkaði til hagsbóta fyrir neytendur og atvinnulíf.
  • Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, Breytingar á skipulagi og framkvæmd á greiðslukortamarkaði.
  • Kynningarbréf til hagsmunaaðila:

Bréf til Neytendasamtakanna, dags. 9. júní 2015
Bréf til ASÍ, dags. 9. júní 2015
Bréf til Samtaka verslunar og þjónustu, dags. 9. júní 2015
Bréf til Fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 9. júní 2015
Bréf til Félags atvinnurekenda, dags. 9. júní 2015


Aðrar lykilákvarðanir um greiðslukortamarkaðinn:

Skýrslur um samkeppnisaðstæður á fjármálamarkaði, þ.m.t. greiðslukortamarkaði:



Myndbönd

Engin grein fannst.


Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála


Héraðsdómur


Hæstiréttur


Ákvarðanir

Ákvarðanir

Samkeppniseftirlitið annast stjórnsýslu í samkeppnismálum og undirbýr og tekur ákvarðanir í málum sem varða samkeppnislög og eftir atvikum 53. og 54. gr. EES-samningsins.