Samkeppni á leigubifreiðamarkaði
Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum árum mælst ítrekað til þess að lagaumgjörð leigubílaaksturs verði endurskoðuð. Á þessari upplýsingasíðu er að finna eftirfarandi álit, tilmæli og umsagnir sem eftirlitið hefur beint til stjórnvalda vegna þessa:
- Umsögn, dags. 13. október 2022, umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur
- Umsögn, dags. 1. júní 2022, umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur
- Umsögn, dags. 11. nóvember 2020, umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur
- Umsögn, dags. 13. janúar 2020, umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur
- Umsögn, dags. 19. júní 2019 um frumvarp til laga um leigubifreiðar - drög á Samráðsgátt
- Umsögn, dags. 25. júní 2018 til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins vegna frumvarps til laga um leigubifreiðar – áform um lagasetningu
- Umsögn, dags. 26. mars 2018, til nefndarsviðs Alþingis, vegna þingsályktunar um frelsi á leigubifreiðamarkaði
- Umsögn, dags. 18. desember 2017, til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, vegna vinnu starfshóps um heildaryfirferð regluverks um leigubifreiðaakstur.
- Umsögn, dags. 5. maí 2010, til samgönguráðuneytis, vegna þáverandi vinnu við heildarendurskoðun á m.a. lögum um leigubifreiðar.
- Umsögn, dags. 18. ágúst 2008, til samgönguráðuneytis, um drög að frumvarpi til laga um leiguakstur.
- Álit nr. 2/2007, Samkeppnishömlur á markaði fyrir leigubifreiðar sem leiða af ákvæðum laga og reglna.
Í framangreindum álitum og umsögnum hefur Samkeppniseftirlitið lagt áherslu á að kraftar samkeppninnar fái notið sín á þessum markaði eins og öðrum, en með virkri samkeppni er almennt stuðlað að lægra verði og betri þjónustu. Í þessu sambandi hefur Samkeppniseftirlitið m.a. mælst til þess að eftirfarandi ákvæði núgildandi laga nr. 134/2001, um leigubifreiðar, verði endurskoðaðar:
-
Takmörkun á fjölda leigubifreiða, sbr. 8. gr. laganna. Framboðstakmörkun þessi hefur augljós neikvæð áhrif á samkeppni. Nefna má að fjöldi leigubifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum er svipaður og þegar Samkeppniseftirlitið skrifaði álit til samgönguráðherra fyrir 11 árum síðan, þrátt fyrir mikla fólksfjölgun og sprengingu í komu ferðamanna til landsins.
-
Bann er við að veita fleiri en eitt atvinnuleyfi til hvers aðila, sbr. 6. gr. laganna, en þetta kemur í veg fyrir að unnt sé að stofna leigubifreiðastöðvar með því að kaupa ökutæki, afla starfsleyfis og ráða ökumenn í vinnu.
-
Áskilnaður um að akstur leigubifreiðar sé aðalatvinna þeirra sem stunda aksturinn, sbr. 5. og 9. gr. laganna.
-
Stöðvaskylda leigubifreiða og hlutverk leigubifreiðastöðva, sbr. 3. gr. laganna. Í því sambandi er Samkeppniseftirlitinu ljóst að tryggja þarf viðunandi eftirlit með starfseminni, en í því efni þarf að búa eftirliti með starfseminni skilvirkan ramma þar sem framþróun í tækni er m.a. nýtt.
Fyrir liggur að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gert athugasemdir við umgjörð leigubílaaksturs í Noregi. Mikilvægt er að dreginn sé lærdómur af því máli, en ESA hefur jafnframt beint frumkvæðisathugun að Íslandi vegna þessarar starfsemi.
Nánari upplýsingar um málið má finna á vefsíðu ESA.