21.3.2019 Páll Gunnar Pálsson

Betra regluverk fyrir atvinnulífið – samkeppnismat OECD

Pistill nr. 4/2019

Ræða Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, á fundi ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þann 21. mars 2019

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD, ágætu fundargestir,

Dagurinn í dag er hátíðisdagur frá sjónarhóli Samkeppniseftirlitsins því hann markar formlegt upphaf samkeppnismats OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingastarfsemi. Með ákvörðun sinni um að ganga til samstarfs við OECD um þetta verkefni hefur ríkisstjórn Íslands stigið mikilvægt skref fram götu sem reynst hefur öðrum þjóðum heillabraut.

Eins og hér hefur komið fram er með verkefninu verið að nýta margreynda aðferð sem kallast samkeppnismat (á ensku competition assessment), til þess að tryggja að stjórnvöld skapi viðkomandi mörkuðum umgjörð sem liðkar fyrir samkeppni en hindrar hana ekki.

Ef vel tekst til mun verkefnið skila tillögum um breytingar á núgildandi regluverki sem eru til þess fallnar að auðvelda samkeppni, þar á meðal auðvelda nýjum aðilum að koma inn á þessa markaði. Samhliða er verkefnið til þess fallið að minnka reglubyrði.

Hér er ágætt að minna sig á að virk samkeppni er ekki markmið í sjálfu sér, heldur er hún frumafl ýmissa jákvæðra hvata. Meðal annars knýr virk samkeppni stjórnendur fyrirtækja til hagræðingar og meiri skilvirkni í rekstri, en auk þess er samkeppni tvíburasystir nýsköpunar. Þær systur bæta hver aðra upp því nýsköpun verður frjóust í umhverfi virkrar samkeppni og virk samkeppni eflist með nýjungum.

Þessir hvatar skila síðan hagstæðara verði, betri gæðum, meira úrvali og aukinni framleiðni. Reynsla annarra þjóða er einmitt sú að samkeppnismatsverkefni af þessu tagi leiða til traustara efnahagslífs.

Í miðri ólgu erfiðra kjarasamninga er síðan ekki úr vegi að benda á að virk samkeppni stuðlar líka að auknum efnahagslegum jöfnuði. Samkeppnishindranir, þar á meðal samkeppnislagabrot, eru nefnilega til þess fallnar að safna auði að viðkomandi fyrirtækjum og eigendum þeirra, á kostnað viðskiptavina, þar á meðal og ekki síst neytenda. Afnám samkeppnishindrana stuðlar því almennt að meiri jöfnuði. Til þess þurfa stjórnvöld að tryggja a.m.k. tvennt: Virkt samkeppniseftirlit og heilbrigt samkeppnisvænt regluverk.

Þeir markaðir sem verkefnið beinist að eru áhugaverðir fyrir margra hluta sakir. Ferðaþjónustan hefur undanfarið verið hryggjarstykkið í efnahagslegum vexti Íslands. Samkeppni tengd flugi til og frá landinu á þar meðal annars talsverðan hlut. Vel hugsuð og samkeppnisvæn umgjörð ferðaþjónustu af hálfu hins opinbera væri til þess fallin að skjóta styrkum framtíðarstoðum undir þær ólíku atvinnugreinar sem tilheyra ferðaþjónustu. Það er einmitt verkefnið nú.

Byggingastarfsemi hefur einnig gríðarmikla þýðingu hér á landi. Það liggur fyrir að húsnæðiskostnaður er hár, en einnig gefa mælikvarðar OECD til kynna að aðgangshindranir á þessu sviði séu miklar. Hér er því mikið verk að vinna. Nýverið skilaði átakshópur um húsnæðismál, skipaður af forsætisráðherra, tillögum um það hvernig m.a. er hægt að auka framboð hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði til leigu og eignar. Á meðal tillagna hópsins er einmitt endurskoðun regluverks. Þetta verkefni fellur því vel að þeim áformum.

Samkeppnismatsverkefnið framundan er líka jákvætt að því leyti að það hefur víða skírskotun. Þannig tengjast ferðaþjónusta og byggingastarfsemi mörgum ólíkum hagsmunum. Til dæmis munu úrbætur í ferðaþjónustu að því er varðar veitingastarfsemi ekki bara nýtast ferðamönnum hér, heldur líka þeim sem hér búa. Á sama hátt munu úrbætur í skipulagsmálum hafa jákvæð áhrif á ýmis svið atvinnulífs.

Einnig koma mörg stjórnvöld og stofnanir að ferðaþjónustu og byggingastarfsemi, sem hafa þá tækifæri til þess að læra og tileinka sér aðferðafræði samkeppnismats í starfi sínu til framtíðar.

Samkeppniseftirlitið elur einmitt þá von í brjósti að þetta verkefni muni leiða til þess að stjórnvöld taki almennt upp aðferðafræði samkeppnismats við undirbúning laga og reglna á sem flestum sviðum. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem leiða af regluverki, áður en þær verða til. Það er augljóst er að það væri besta lausnin fyrir þjóðarhag.

Með hliðsjón af öllu framangreindu fagnar Samkeppniseftirlitið þeirri framsýni ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fá OECD til þessa verks. Jafnframt þakkar eftirlitið ráðherra og ráðuneytinu fyrir samstarfið í aðdraganda þessa verkefnis og hlakkar til að eiga áframhaldandi samstarf um verkefnið og úrbætur sem af því mun án efa leiða.

I would the like to conclude in English:

Dear Deputy Secretary-General of the OECD,

On behalf of the Icelandic Competition Authority, I would like to thank the OECD for taking on this project. It is, for the ICA, an old dream come true. We at the Authority have had the good fortune to be able to follow and partcipate in the extensive work done by the OECD to analyse and promote competition. The work of the OECD Competition Committee and the OECD Competition Division has proven to be invaluable for competition enforcement and advocacy in Iceland. Through this we have learned to know the competition assessment ideology.

We have also been lucky enough to learn to know the very capable people working on competition within the OECD, the likes of Antonio Copabianco, Ania Thiemann who will lead the team and Antonio Netto, who are all present here.

I might also add that Ania has already done a superb job in Iceland, as the ICA has on two earlier occasions (2015 and 2017) invited her, to advocate for competition and competition assessment.

In conclusion I would like to stress that we look very much forward to working with the OECD on this project. As we are partly providing the project-team with staff, and providing for office space at the Authority, we intend to learn from the project, to the fullest extent possible.

And we hope that all this work will benefit the Icelandic economy for the years to come.

Thank you.