25.11.2009 Páll Gunnar Pálsson

Pistill Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2009

Verkefni Samkeppniseftirlitsins á fyrsta ári frá bankahruni

Pall_Gunnar_Pallsson_img01

Samkeppniseftirlitið birtir í dag í fyrsta skipti svokallaðan pistil á heimasíðu sinni. Er pistlum eftirlitsins ætlað að varpa ljósi á aðstæður á samkeppnismörkuðum og framkvæmd samkeppnislaga eða koma að öðru leyti á framfæri sjónarmiðum um samkeppnismál. Um leið er leitast við að auka gegnsæi í störfum Samkeppniseftirlitsins. Pistlarnir koma til viðbótar annarri upplýsingagjöf á heimasíðu eftirlitsins en þar er að finna ákvarðanir, álit og úrskurði samkeppnisyfirvalda, fréttir, skýrslur og annað efni um samkeppnismál.

Fyrsti pistillinn (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga) er eftir Páll Gunnar Pálsson forstjóra Samkeppniseftirlitsin.