18.12.2009 Páll Gunnar Pálsson

Pistill Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2009

Samkeppni í mjólkuriðnaði er til hagsbóta fyrir almenning og kúabændur

  • Mjólkurvörur

Pall_Gunnar_Pallsson_img01

Hér er komið að öðrum pistli Samkeppniseftirlitsins í ár.  Í honum fer Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins yfir samkeppni í mjólkuriðnaði og útskýrir hvernig samkeppni þar er almenningi og kúaabændum til hagsbóta.

Nýlegt álit Samkeppniseftirlitsins til landbúnaðarráðherra, sem fjallaði um skaðlega samþjöppun í mjólkuriðnaði og áhrif búvörulaga á samkeppni, hefur orðið forsvars-mönnum kúabænda tilefni til athugasemda og andsvara.

Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda ritar grein í Morgunblaðið, þann 16. desember sl., þar sem hann gerir athugasemdir við röksemdafærslu Samkeppniseftirlitsins og færir fram rök sem hann virðist telja að sýni fram á hið gagnstæða. Grein formannsins er Samkeppniseftirlitinu ágætt tilefni til þess að útskýra sjónarmið sín frekar.

Pistill á pdf sniðmáti

[Stytt útgáfa pistilsins birtist í grein í Morgunblaðinu þann 18. desember 2009.]