Skýrslur

Ársrit 2010 - Samkeppni flýtir efnahagsbata

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 1/2010
  • Dagsetning: 22/1/2010
  • Fyrirtæki:
    • Samkeppniseftirlitið
  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Ársrit Samkeppniseftirlitsins 2010 komið út Samkeppniseftirlitið birtir í dag ársrit sitt, undir fyrirsögninni, Samkeppni flýtir efnahagsbata. Í ársritinu er m.a. fjallað um eftirfarandi: Samkeppni flýtir efnahagsbata - stefnumótun í framhaldi af efnahagshruni (bls. 6).

    * „Erfið staða fyrirtækja á mörgum mikilvægum samkeppnismörkuðum gerir aðgerðir til eflingar samkeppni brýnar.”

    * „Virk samkeppni er mikilvæg til þess að hraða efnahagsbata og mynda grundvöll fyrir atvinnusköpun.”

    Rakin er greining eftirlitsins á samkeppnishindrunum á mikilvægum mörkuðum sem kynnt var í skýrslu nr. 2/2008, Öflug uppbygging – opnun markaða og efling atvinnustarfsemi. Einnig er fjallað um sameiginlegar áherslur norrænu samkeppniseftirlitanna, sbr. skýrslu þeirra, Competition Policy and Financial Crises, Lessons Learned and the Way Forward, sem kynnt var síðasta haust.

Tengt efni

Fréttir og tilkynningar