Skýrslur
Samkeppniseftirlitið gefur á hverju ári út skýrslur um samkeppnismál af ýmsu tagi, en með því kemur eftirlitið upplýsingum og leiðbeiningu á framfæri og tekur um leið þátt í nauðsynlegri umræðu um samkeppnismál. Á árunum 2005-2021 hefur Samkeppniseftirlitið gefið út yfir 50 skýrslur, eða rúmlega þrjár skýrslur á ári að meðaltali. Þar af hafa um 10 skýrslur verið skrifaðar og gefnar út í samstarfi við önnur samkeppniseftirlit á Norðurlöndum.