Breytingar á verðmerkingum á kjötvörum
Þann 1. mars 2011 tóku í gildi breytingar á verðmerkingum á ýmsum kjötvörum í matvöruverslunum. Í breytingunum felst að kjötvinnslufyrirtæki hætta að forverðmerkja fyrir matvöruverslanir pakkningar í staðlaðri þyngd, þ. á m. flestar tegundir af pylsum, tilbúnum réttum og flestar áleggstegundir. Með forverðmerkingu er átt við það þegar kjötvinnslufyrirtæki eða aðrir birgjar merkja vörur með smásöluverði sem verslun notast við og verðið því hluti af þeim upplýsingum sem koma fram á merkingu birgisins.
Þann 1. júní 2011 gerist hið sama um kjötvörur sem ekki eru í staðlaðri þyngd, s.s. lambalæri, kjúklingabringur í bakka o.fl. Frá þessu tímamarki mun forverðmerking kjötvara því heyra sögunni til að mestu leyti.
Þessar breytingar eru liður í því að binda enda á og vinna gegn brotum sem Hagar og tiltekin kjötvinnslufyrirtæki urðu uppvís að. Rétt er að rekja í stuttu máli tildrög þessa. Á upplýsingasíðu þessari er að finna nánari upplýsingar um málið.
Pistill Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Pistill Steingríms Ægissonar sviðsstjóra hjá Samkeppniseftirlitinu.
Skýrsla nr. 1/2008 Viðskiptasamningar birgja og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkaði.
Spurningar og svör vegna breytinga á verðmerkingum á kjötvörum.
Ljóst er að væntanlegar breytingar á verðmerkingum á kjötvörum, sem m.a. er lýst í pistli Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2011, hafa kallað fram ýmsar spurningar hjá neytendum og fyrirtækjum. Til upplýsingar er nokkrum þeirra svarað hér á eftir.