Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 20/2011
  • Dagsetning: 12/5/2011
  • Fyrirtæki:
    • Hagar hf.
    • Arion banki hf.
    • Búvellir slhf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið fjallaði um yfirtöku Arion banka á Högum hf. í ákvörðun nr. 6/2010 Yfirtaka Arion banka hf. á 1998 ehf. Lauk málinu með setningu ítarlegra skilyrða sem ætlað var að draga úr samkeppnislegum vandkvæðum vegna samrunans. Búvellir hafa nú með kaupum á um þriðjungshlut og samkomulagi við Arion banka öðlast sameiginleg yfirráð yfir Högum með Arion banka. Að Búvöllum stendur hópur fjárfesta. Í grundvallaratriðum eru sömu samkeppnisleg vandkvæði til staðar og fjallað var um í ákvörðun nr. 6/2010. Lauk málinu með sátt þar sem sömu skilyrði gilda í meginatriðum áfram með breytingum sem leiða af breyttu eignarhaldi á Högum.