Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Túlkun á 3. mgr. 5. gr. í ákvörðunarorði í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2012

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 36/2014
  • Dagsetning: 8/12/2014
  • Fyrirtæki:
    • Reiknistofa bankanna
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Önnur fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
  • Reifun

    Í erindi til Samkeppniseftirlitsins óskaði Reiknistofa bankanna eftir afstöðu eftirlitsins til túlkunar á 3. mgr. 5. gr. í ákvörðunarorði ákvörðunarinnar Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2012, en þar er kveðið á um undanþágu frá skyldu sem hvílir á fjármálafyrirtækjum sem eru hluthafar Reiknistofu bankanna, til þess að framkvæma útboð eða verðkönnun þegar leitað er hagstæðustu kjara við kaup á upplýsingatækniþjónustu. Að virtum gögnum og sjónarmiðum aðila er það túlkun Samkeppniseftirlitsins, við ríkjandi aðstæður og heildarhagsmuni sem tengjast greiðslumiðlun í landinu, að undanþáguákvæði 3. mgr. 5. gr. í ákvörðunarorðum þeirrar ákvörðun nr. 14/2012 taki til kaupa eigenda reiknistofunnar á þjónustu sem byggir á endurnýjuðum innlána- og greiðslukerfum Reiknistofu bankanna.