Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Misnotkun Securitas hf. á markaðsráðandi stöðu sinni

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 40/2014
  • Dagsetning: 19/12/2014
  • Fyrirtæki:
    • Securitas hf
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
  • Málefni:
    • Markaðsyfirráð
  • Reifun

    Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, er komist að þeirri niðurstöðu að Securitas hf. hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir heildarþjónustu á sviði öryggisgæslu fyrir heimili og fyrirtæki. Brot Securitas fólst í því að fyrirtækið gerði einkakaupasamninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um nokkurra ára skeið. Einnig voru í samningunum ákvæði sem voru til þess fallin að skapa aukna tryggð viðskiptavina við Securitas. Vegna þessara brota leggur Samkeppniseftirlitið 80 m.kr. stjórnvaldssekt á Securitas.