Ákvarðanir
Kaup Artasan ehf. (Veritas Capital ehf.) á rekstri IceCare ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 29/2017
- Dagsetning: 15/8/2017
-
Fyrirtæki:
- Artasan ehf.
- IceCare ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Ýmsar neytendavörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar (sérverslun)
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Artasan ehf. á IceCare ehf. Artasan er dótturfélag Veritas Capital sem er móðurfélag nokkurra fyrirtækja sem starfa á heilbrigðissviði m.a. við heildsölu og dreifingu lyfja og lækningatækja. Starfsemi Artasan felst í heildsölu á annars vegar samheitalyfjum og hins vegar ýmis konar heilsuvörum, m.a. vítamínum og bætiefnum. IceCare er heildsala sem selur ýmiskonar heilsuvörur til smásala.
Við rannsókn málsins kom í ljós að staða samrunaaðila á einstaka undirmörkuðum bætiefnimarkaðarins er sterk, einkum á markaði fyrir bætiefni fyrir liði. Með sátt við Samkeppniseftirlitið hafa samrunaaðilar gengist undir það skilyrði að undanskilja umboð IceCare á sviði liðbætiefna frá viðskiptunum.