Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á Lykli fjármögnun hf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 38/2019
  • Dagsetning: 15/11/2019
  • Fyrirtæki:
    • Tryggingamiðstöðin hf.
    • Lykill fjármögnun
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Viðskiptabankaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á Lykli fjármögnun hf. Fram kemur í samrunaskrá að aðalstarfsemi TM felist í skaðatryggingarekstri og fjármálarekstri, svo og líftryggingarekstri í gegnum dótturfélag sitt, Líftryggingamiðstöðina hf. Tilgangur félagsins samkvæmt samþykktum þess sé að hafa með höndum hvers konar vátryggingar aðrar en líftryggingar, þ.m.t. endurtryggingar, svo og hliðarstarfsemi sem heimil sé að lögum. Þá segir að Lykill sé lánafyrirtæki sem stundi eignatryggða fjármögnun og fjármagni bíla-, véla og tækjakaup fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tilgangur Lykils samkvæmt samþykktum félagsins sé eignarleiga, lánastarfsemi og önnur fjármálaþjónusta. Eftir rannsókn málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruni TM og Lykils leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna.