Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Pennans ehf. á 100% eignarhlut í HB heildverslun ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 30/2020
  • Dagsetning: 13/7/2020
  • Fyrirtæki:
    • Penninn ehf.
    • HB heildverslun ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Bókaútgáfa og sala
    • Ýmsar neytendavörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar (sérverslun)
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar kaup Pennans á 100% eignarhlut í HB heildverslun. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að samrunaaðilar starfi að litlu leyti á sama markaði og verði því lárétt samþjöppun vegna samrunans á mörkuðum málsins óveruleg. Var því ljóst að mati eftirlitsins að samruninn muni ekki styrkja markaðshlutdeild fyrirtækjanna með verulegum hætti eða leiða til annarrar röskunar á samkeppni. Þá var það mat eftirlitsins að ekki hafi verið til staðar miklar aðgangshindranir umfram þær sem almennar eru á markaðnum og samhliða innflutningur mögulegur.