Ákvarðanir
Kaup DM ehf. á Dreifingarmiðstöðinni ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 46/2006
- Dagsetning: 12/12/2006
-
Fyrirtæki:
- Penninn hf.
- DM ehf.
- Póstmiðstöðin ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur athugað kaup félagsins DM ehf. á Dreifingarmiðstöðinni ehf. á grundvelli samrunaákvæðis samkeppnislaga. DM annast eftir kaupin rekstur vöruhúss og vörudreifingu m.a. á bókum, tímaritum, ritföngum og skrifstofuvörum. Eigendur DM eru að miklu leyti þeir sömu eða eru tengdir eigendum Pennans hf., heildsölu- og smásölufyrirtækis sem selur einkum bækur, tímarit, ritföng og skrifstofuvörur. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins eftir rannsókn á umræddum samruna að tilefni sé til íhlutunar á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga. Viðræður á milli samrunaaðila og Samkeppniseftirlitsins hafa leitt til sáttar um að aðilar hlýti skilyrðum sem koma eiga í veg fyrir óheppileg áhrif samrunans á samkeppni á viðkomandi mörkuðum.
Skilyrðin felast m.a. í því að koma í veg fyrir flæði upplýsinga á milli DM og Pennans og skapa jafnræði með þeim sem eru á mörkuðum fyrir bóka-, tímarita- og ritfangasölu. Í því skyni m.a. verður DM óheimilt að sinna innheimtu reikninga fyrir þá aðila sem fyrirtækið dreifir bókum og tímaritum fyrir.
Um forsendur og röksemdir fyrir ákvörðuninni vísast að öðru leyti til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 46/2006.
Máli þessu var áfrýjað; sjá Úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2007