Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Brot á skilyrðum í sátt vegna samruna N1 hf. og Festi hf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 28/2024
  • Dagsetning: 28/11/2024
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

     Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er gerð grein fyrir sátt sem eftirlitið hefur gert við Festi hf. Í sáttinni viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Fellst fyrirtækið á að greiða 750 milljónir kr. í sekt vegna þessara brota sem Samkeppniseftirlitið telur alvarleg.