Ákvarðanir
Kaup Kapp Skagans ehf. á lausafé úr þrotabúi Skagans 3X ehf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/2025
- Dagsetning: 16/1/2025
-
Fyrirtæki:
- KAPP ehf.
- Kapp Skaginn ehf.
- Skaginn 3x ehf.
- L1250 ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Í þessari ákvörðun er tekin afstaða til kaupa KAPP Skagans ehf. á lausafjármunum úr þrotabúi Skagans 3X ehf., en fyrirtækin starfa m.a. á markaði fyrir framleiðslu og þjónustu á búnaði fyrir matvælaframleiðslu. Gerir Samkeppniseftirlitið ekki athugasemdir við kaupin. Áður hafði Samkeppniseftirlitið samþykkt beiðni samrunaaðila um heimild til að láta samrunann koma til framkvæmda með undanþágu frá banni við því að framkvæma samrunann á meðan eftirlitið fjallar um hann. Er eftirlitinu heimilt að veita slíka undanþágu ef sýnt þyki að tafir á framkvæmd samruna geti skaðað viðkomandi fyrirtæki eða viðskiptaaðila þess og að samkeppni sé stefnt í hættu. Starfsemi félagsins hófst síðan þann 1. nóvember 2024 á grundvelli framangreindrar undanþágu Samkeppniseftirlitsins.