Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Lok síðara sölutímabils vegna sölu á útgáfuréttindum og birgðum bóka sem kveðið er á um í ákvörðun nr. 8/2008, Samruni JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 44/2009
  • Dagsetning: 22/12/2009
  • Fyrirtæki:
    • Vegamót ehf.
    • JPV útgáfa ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Bókaútgáfa og sala
  • Málefni:
    • Annað
  • Reifun

    Í ákvörðun nr. 8/2008 fjallaði Samkeppniseftirlitið um samruna JPV útgáfu og Vegamóta ehf. og taldi að hann gæti verið skaðlegur samkeppni. Samkeppniseftirlitið setti því skilyrði fyrir samrunanum sem m.a. lutu að sölu hins sameinaða félags á tilteknum útgáfuréttindum og birgðum bóka. Var kveðið á um tvö sölutímabil til að selja þessar eigur, hið fyrra og hið síðara og skyldi hinu síðara ljúka í árslok 2009. Kveðið var á um að Samkeppniseftirlitið gæti, ef nauðsynlegt væri talið, framlengt síðara sölutímabilið. Í ljósi efnahagsástandsins og með hliðsjón af tiltölulega dræmum viðbrögðum bókaútgefenda við sölutilraunum taldi Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að framlengja síðara sölutímabilið. Þau hegðunarskilyrði sem samrunanum voru sett að öðru leyti í ákvörðun nr. 8/2008 standa óhögguð.