Ákvarðanir
Kaup Valitors hf. á öllu hlutafé í Euro Refund Group North á Íslandi ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 3/2009
- Dagsetning: 30/1/2009
-
Fyrirtæki:
- Valitor hf.
- Euro Refund Group á Íslandi ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Fjármálaþjónusta
- Greiðslukortastarfsemi
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning, dags. 30. júlí 2008, um kaup Valitors hf. á öllu hlutafé í Euro Refund Group North á Íslandi ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér að um sé að ræða samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.
Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að þeir markaðir sem mál þetta tekur til séu nátengdir enda er um að ræða helstu markaði sem við koma greiðslukortastarfsemi, þ.e. útgáfa greiðslukorta og færsluhirðing, posaleiga, gjaldeyrisumsnúningur og endurgreiðsla virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna.
Það er mat Samkeppniseftirlitsins að þar sem með samruna þessum skapast mikill möguleiki, geta og hvati til útilokunar af hálfu samrunafyrirtækis sem er afgerandi á öllum mörkuðunum geti staða annarra aðila á viðkomandi mörkuðum veikst, jafnvel að einhver keppinautur hrekist af markaði, og innkoma nýrra aðila inn á þá verði mjög torveld og jafnvel ómöguleg. Valkostum söluaðila á skilgreindum mörkuðum myndi fækka til tjóns fyrir neytendur. Það er mat Samkeppniseftirlitsins í þessu máli að ekki séu forsendur til þess að samþykkja samrunann með skilyrðum. Er samruninn því ógiltur með ákvörðun þessari á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/2005.
Máli þessu var áfrýjað. Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2009
Staða máls
Héraðsdómur
Dómur