Ákvarðanir
Beiðni Landsbankans um breytingu á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 17/2009
- Dagsetning: 28/4/2009
-
Fyrirtæki:
- Valitor Holding
- Valitor
- VISA Íslands
-
Atvinnuvegir:
- Fjármálaþjónusta
-
Málefni:
- Annað
-
Reifun
Með bréfi dags. 21. maí 2008 óskaði Landsbanki Íslands hf. (hér eftir Landsbankinn) eftir því að félagið fengi að tilnefna stjórnarmenn eða starfsmenn Landsbankans eða tengdra félaga í stjórnir Valitor Holding, Valitors og VISA Íslands.1 Var beiðni Landsbankans lítt rökstudd en bent á að Kaupþing banki hf. (hér eftir Kaupþing) og nokkrir sparisjóðir mynduðu meirihluta í stjórn Valitors en með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2008 Breyting á ákvörðunarorðum í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 (hér eftir ákvörðun nr. 34/2008) var Kaupþingi heimilað að tilnefna starfsmenn og stjórnarmenn Kaupþings og tengdra félaga í stjórnir framangreindra félaga.