Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir - Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 4/2009
  • Dagsetning: 23/12/2009
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Í álitinu kemur fram að opinber útboð geta skilað miklum árangri. Vísað er til norrænna skýrslna um opinber útboð, þar sem m.a. kemur fram að útboð á árinu 2006 í Svíþjóð hafi numið um 15-18% af vergri landsframleiðslu. Má einnig telja að um verulegar fjárhæðir  sé að ræða hérlendis varðandi útboð. Því er mikilvægt að gæta þess  að útboð séu viðhöfð til að nýta krafta samkeppninnar þegar útboðum verður við komið og þau eru hagkvæm.

    Þá er vísað til þess í álitinu að dæmi eru um að fyrirtæki hafi reynt að hafa áhrif á útboð með ólögmætum hætti. Í álitinu eru rakin nokkur hérlend dæmi um þetta sem varða einkum olíumarkað, en einnig sjóflutninga o.fl. Með slíkum samkeppnishindrunum hafa viðkomandi fyrirtæki gert að engu væntingar þeirra sem að útboðunum hafa staðið um lægra verð, meiri gæði og aukna nýsköpun. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að verð getur hækkað um 10-30% og í ákveðnum tilvikum um allt að 50% þegar keppinautar stunda ólögmætt samráð. Því er mjög mikilvægt er að stemma stigu við ólögmætu samráði og öðrum samkeppnishömlum í útboðum.

    Í álitinu er því beint til opinberra aðila að fylgjast markvisst með því að farið sé að samkeppnislögum við framkvæmd útboða. Útbúinn hefur verið sérstakur gátlisti sem auðvelda á útboðsaðilum að koma auga á ólögmætt samráð. Jafnframt er því beint til opinberra aðila að útboðum verði beitt þegar slíkt er hagkvæmt og því verður við komið. Að mati Samkeppniseftirlitsins er þetta mikilvægt til þess að efla samkeppni og bæta nýtingu þeirra fjármuna sem varið er í opinber innkaup á vöru, þjónustu og verklegum framkvæmdum. Sveitarfélög eru sérstaklega hvött til þess að beita útboðum við kaup á vörum og þjónustu.

Tengt efni