Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppnismat stjórnvalda

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 2/2009
  • Dagsetning: 15/12/2009
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Í áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2009, Samkeppnismat stjórnvalda, beinir Samkeppniseftirlitið því til forsætisráðherra að stuðla að því að stjórnvöldum verði gert skylt að framkvæma staðlað samkeppnismat í tengslum við undirbúning að setningu laga og stjórnvaldsfyrirmæla.

    Markmið með samkeppnismati er að fá opinbera aðila til að meta með sjálfstæðum hætti hvaða áhrif tiltekin reglusetning hefur á samkeppnismarkaði. Í álitinu kemur m.a. fram erlend ríki sem og OECD hafa sett fram slík samkeppnismat og hvatt til notkunar á þeim. Þá er bent á að í áætlun forsætisráðuneytisins um Einfaldara Íslandi hafi komi fram sjónarmið varðandi undirbúning löggjafar og reglusetningu sem rími vel við samkeppnismat. Tillögur Samkeppniseftirlitsins gera ráð fyrir einfaldri aðferð við samkeppnismat. Þannig er notast við fjórar grundvallarspurningar sem skera eiga úr um það hvort ítarlegra samkeppnismat þurfi að fara fram. Ef þess er þörf þá eru sex stöðluð atriði sem þarf að skoða nánar. Með því að samkeppnismat sé staðlað og einfalt eru meiri líkur á því að stjórnvöld nýti sér kosti þess. Þá telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að við endurskoðun á Handbók um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa verði bætt við sérstökum kafla um samkeppnismat.