Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppnishömlur á áætlunarleiðinni milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 01/2013
  • Dagsetning: 14/6/2013
  • Fyrirtæki:
    • Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur beint áliti (nr. 1/2013) til innanríkisráðherra og Vegagerðarinnar um alvarlegar samkeppnishindranir sem felast í einkaleyfi sem Vegagerðin hefur veitt Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) til þess að sinna áætlunarakstri á svæðinu, þar á meðal á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) og Reykjavíkur. Áður hafði Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki lagalegar forsendur til þess að stöðva með bindandi hætti samninga SSS, sem ætlað er að koma á einokun á áætlunarleiðinni. Álit þetta kemur í framhaldi af kvörtunum Kynnisferða, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar.