Úrskurðir áfrýjunarnefndar
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gegn Samkeppniseftirlitinu
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 19/2005
- Dagsetning: 8/10/2005
-
Fyrirtæki:
- Samkeppniseftirlitið
- Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
-
Atvinnuvegir:
- Heilbrigðis- og félagsmál
- Almannatryggingar
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2005 þar sem Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að semja ekki við klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúkratryggðra af geðheilbrigðisþjónustu hefði skaðleg áhrif á samkeppni og færi gegn markmiði samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið beindi þeim fyrirmælum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að hann sæi til þess að gengið yrði til samninga við sjálfstætt starfandi klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúkratryggðra við geðheilbrigðisþjónustu klínískra sálfræðinga. Var talið að skýr ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu hefðu að geyma sérstök fyrirmæli, sem gangi framar ákvæðum samkeppnislaga og að samkeppnisyfirvöld hefði brostið heimild til þess að hafa þau afskipti af málinu sem fælust í hinni kærðu ákvörðun. Var hinn kærða ákvörðun því felld úr gildi. Formaður nefndarinnar skilaði hins vegar sératkvæði þar sem kom fram að hann taldi rétt að staðfesta ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.