Ársskýrslur

 

Með breytingum á samkeppnislögum á árinu 2020 var lögð sú skylda á Samkeppniseftirlitið að gefa út ársskýrslu um starfsemi sína. Fram til þess tíma gaf eftirlitið ekki út ársskýrslu á hverju ári. Þess í stað varði Samkeppniseftirlitið fjárhaglegu svigrúmi til útgáfumála í útgáfu ýmissa skýrslna um samkeppnismál og miðlaði jafnframt upplýsingum um starfsemi sína á heimasíðu eftirlitsins. Á árunum 2005-2021 hefur Samkeppniseftirlitið gefið út yfir 50 skýrslur, eða rúmlega 3 skýrslur á ári að meðaltali. Þar af hafa um 10 skýrslur verið skrifaðar og gefnar út í samstarfi við önnur samkeppniseftirlit á Norðurlöndum.

 

Samkeppniseftirlitið hefur birt ársskýrslur á ensku flest ár, en það er liður í samstarfi samkeppniseftirlita á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 

 

Ár  Heiti skýrslu
2/2023   Ársskýrsla 2022 
1/2022 Ársskýrsla 2021 
6/2021   Ársskýrsla 2020 
4/2012 Elds er þörf
1/2011 Endurreisn atvinnulífsins
1/2010 Samkeppni flýtir efnahagsbata
3/2008 Meira aðhald - betri árangur
1/2007 Breytt umhverfi - öflugara eftirlit
2/2006 Virk samkeppni - hagur almennings
1/2005 Staða og hlutverk samkeppnisyfirvalda
2/2003 Ársskýrsla 2003