Skýrslur

Þekking og viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til samkeppnismála

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 7/2024
  • Dagsetning: 3/12/2024
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Í skýrslu nr. 7/2024 eru birtar niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir Samkeppniseftirlitið á meðal stjórnenda íslenskra fyrirtækja árið 2023. Um var að ræða netkönnun sem send var til forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja og svör bárust frá breiðum hópi stjórnenda fyrirtækja úr öllum kimum íslensks atvinnulífs. Í skýrslunni eru niðurstöður könnunarinnar greindar og settar í samhengi við niðurstöður úr sambærilegri könnun sem framkvæmd var árið 2020 og álíka kannanir sem framkvæmdar hafa verið erlendis. Í viðauka við skýrsluna er niðurstöðuskýrsla Félagsvísindastofnunar þar sem sjá má ítarlegar niðurstöður allra spurninga og greiningu eftir bakgrunnsbreytum, en viðaukann má nálgast hér: https://www.samkeppni.is/media/skyrslur-2024/Vidauki-til-birtingar.pdf