Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrskurðir áfrýjunarnefndar

DAC ehf. og Lyfjaver ehf. og Lyf og heilsa ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 6/2006
  • Dagsetning: 17/10/2006
  • Fyrirtæki:
    • Samkeppniseftirlitið
    • DAC ehf.
    • Lyfjaver ehf.
    • Lyf og heilsa ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2006 þar sem samruni lyfsölu- og lyfjaskömmtunarfyrirtækjanna DAC og Lyfjavers var ógiltur. DAC er systurfélag lyfsölukeðjunnar Lyfja og heilsu. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf og heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega 80% markaðshlutdeild af allri lyfjasmásölu í landinu. Taldi Samkeppniseftirlitið að Lyf og heilsa deildu sameiginlegri markaðsráðandi stöðu með Lyfju á smásölumarkaði lyfja og sú staða gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Væru fyrirtækin þannig í stöðu til þess að takmarka samkeppni og hækka verð. Ef umræddur samruni hefði gengið eftir hefði þessi staða orðið enn alvarlegri í samkeppnislegu tilliti og til þess fallin að raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings.

Staða máls

Ákvörðun

Tengt efni