Fréttayfirlit: 2022 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

18.3.2022 : Verklagsreglur um skipan og störf eftirlitsaðila

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt á heimasíðu sinni verklagsreglur um skipan og störf eftirlitsaðila, þ.e. óháðra kunnáttumanna eða eftirlitsnefnda, sem skipaðir eru á grundvelli sátta í málum fyrir Samkeppniseftirlitinu.

7.3.2022 : Samkeppniseftirlitið birtir fræðslumyndband um misnotkun á markaðsráðandi stöðu

Samkeppniseftirlitið birtir í dag annað af þremur fræðslumyndböndum sem ætlað er að varpa ljósi á samkeppnistengd málefni á myndrænan og einfaldan hátt. 

14.2.2022 : Framkvæmdastjórn ESB samþykkir samruna Facebook og Kustomer með skilyrðum – hefur áhrif á Íslandi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á dögunum yfirtöku Meta, móðurfélags Facebook, á bandaríska fyrirtækinu Kustomer. Íslensk samkeppnisyfirvöld voru hluti af meðferð og rannsókn málsins.

10.2.2022 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna samrunatilkynningar Ardian og Mílu

Samkeppniseftirlitinu hefur borist fullnægjandi tilkynning vegna samruna franska sjóðastýringafélagsins Ardian France SA („Ardian“) og Mílu ehf. („Mílu“). Samkeppniseftirlitið býður öllum hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum að senda inn umsögn um samrunann og möguleg áhrif hans

21.1.2022 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna mögulegra skilyrða sem unnt væri að setja samruna Rapyd og Valitors

Þess er óskað að hagaðilar og aðrir áhugasamir komi á framfæri sjónarmiðum sínum við tillögur samrunaaðila að sáttarskilyrðum um mótaðgerðir eigi síðar en mánudaginn 31. janúar nk.

20.1.2022 : Samkeppniseftirlitinu hefur borist samrunatilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu

Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf., dótturfélagi Símans hf. 

6.1.2022 : Samkeppniseftirlitið beinir tilmælum til stjórnvalda um starfsumhverfi Isavia og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli

Samkeppniseftirlitið hefur birt álit um starfsumhverfi Isavia ohf. og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli. Álitið er byggt á athugunum Samkeppniseftirlitsins á starfsemi Isavia og rekstri Keflavíkurflugvallar á liðnum árum en einnig er horft til nýlegra tillagna OECD um sama efni. 

Síða 3 af 3