Fréttasafn
Fréttayfirlit: 2025
Fyrirsagnalisti
Samruni Samkaupa og Heimkaupa – umsagnarferli
Öllum hagaðilum og öðrum áhugasömum er hér með veitt tækifæri til þess að koma á framfæri sjónarmiðum vegna samrunans, svo sem um möguleg áhrif hans á samkeppni, aðstæður á dagvörumarkaði, og um önnur atriði sem fyrirtækin fjalla um í samrunaskrá.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa
Í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem var kveðinn upp í dag, er staðfest að Samskip hafi haft ólögmætt samráð við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Með úrskurðinum er Samskipum gert að greiða 2,3 milljarða króna sekt í ríkissjóð fyrir alvarleg og umfangsmikil brot gegn 10. gr. samkeppnislaga og 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Jafnframt er Samskipum gert að greiða 100 milljón króna sekt fyrir að hafa brotið gegn upplýsingaskyldu fyrirtækisins samkvæmt 19. gr. laganna.
Árétting til kjötafurðastöðva
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 18. nóvember 2024, var komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum frá vorinu 2024, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi.
Hæstiréttur staðfestir brot Símans í máli Enska boltans og dæmir Símann til greiðslu sektar að fjárhæð 400.000.000 króna
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli vegna Enska boltans um að Síminn hafi brotið gegn sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina. Var Símanum gert að greiða 400 milljón króna sekt í ríkissjóð vegna þessa.
Kaup Landsbankans á TM samþykkt með skilyrðum
Samkeppniseftirlitið hefur í dag lokið rannsókn sinni á kaupum Landsbankans á TM. Lýkur rannsókninni með sátt Landsbankans við Samkeppniseftirlitið.
Samruni Styrkáss, Kletts og Krafts afturkallaður
Styrkás hf. og Kraftur ehf. hafa afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir á Styrkás m.a. félagið Klett sölu og þjónustu ehf. Við afturköllun tilkynningarinnar fellur rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður.