Fréttayfirlit: 2021

Fyrirsagnalisti

22.12.2021 : Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins 2020 komin út

Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins fyrir 2020 er komin út. Skýrslunni er ætlað að veita handhægan aðgang að því starfi sem fram fór á árinu en í henni er meðal annars farið yfir tölulegar upplýsingar, rannsóknir og verkefni á árinu, málsvarahlutverk Samkeppniseftirlitsins auk þess sem í henni má finna yfirlit yfir stjórnvaldssektir og margt fleira.

3.12.2021 : Kæru Samskipa vísað frá áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Í kjölfar sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið beindu Samskip kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þar sem fyrirtækið krafðist þess að 3. málsgrein 3. greinar sáttarinnar við Eimskip yrði felld úr gildi. Með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 2. desember 2021 var kæru Samskipa vísað frá nefndinni. 

29.11.2021 : Ný fræðslumyndbönd frá Samkeppniseftirlitinu

Í dag kynnir Samkeppniseftirlitið til leiks fyrsta af þremur fræðslumyndböndum sem ætlað er að varpa ljósi á samkeppnistengd málefni á myndrænan og einfaldan hátt.

23.11.2021 : Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Digital Bridge Group á óvirkum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova

Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag samþykkt kaup félagsins ITP ehf. á tilteknum óvirkum fjarskiptainnviðum annars vegar Sýnar hf. og hins vegar Nova hf. 

19.11.2021 : Samkeppniseftirlitið kallar eftir samrunatilkynningu vegna kaupa Ardian á Mílu

Það er mat Samkeppniseftirlitsins í kjölfar skoðunar að tilefni sé til þess að kalla eftir samrunatilkynningu vegna kaupa Ardian á Mílu og taka þau til skoðunar á grundvelli samrunaákvæða samkeppnislaga. Hefur samrunaaðilum verið tilkynnt um það.  

11.11.2021 : Leyfiskerfi á íslenskum leigubílamarkaði brot á EES-samningnum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í gær út rökstutt álit til íslenskra stjórnvalda um íslenska leigubílamarkaðinn. Niðurstaða ESA er að leyfiskerfið sem notast er við á íslenskum leigubílamarkaði brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins.

10.11.2021 : 360 milljarða króna sekt Google staðfest í Lúxemborg

Almenni dómstóll Evrópusambandsins (e. General Court) staðfesti í dag 2,4 milljarða evra sekt sem framkvæmdastjórn ESB lagði á bandaríska tæknifyrirtækið Google árið 2017 fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu á EES-svæðinu.

9.11.2021 : Hlutverk virkrar samkeppni í aðgerðum gegn hlýnun jarðar

Á ráðstefnu danska samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál sem fram fór í Kaupmannahöfn á dögunum fjallaði Daninn Margrethe Vestager, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, um þýðingu virkrar samkeppni í þeim umfangsmiklu aðgerðum sem fram undan eru til þess að draga úr hlýnun jarðar.

8.11.2021 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna kaupa ríkissjóðs Íslands á Auðkenni ehf

Samkeppniseftirlitið hefur til meðferðar fyrirhuguð kaup ríkissjóðs Íslands á rekstri Auðkennis ehf. Samkeppniseftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á því að koma að sjónarmiðum vegna hans. 

7.11.2021 : Fjölsótt og vel heppnuð ráðstefna um samkeppnismál í Kaupmannahöfn

Danska samkeppniseftirlitið stóð fyrir fjölsóttri og vel heppnaðri ráðstefnu í Kaupmannahöfn í vikunni þar sem fjallað var um áskoranir í samkeppnismálum.

4.11.2021 : Ný upplýsingasíða um hagsmunasamtök fyrirtækja og samkeppnisreglur

Samkeppniseftirlitið hefur komið á fót upplýsingasíðu tileinkaðri hagsmunasamtökum fyrirtækja og samkeppnisreglum sem um þau gilda. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu hefur verið í kastljósinu að undanförnu en upplýsingasíðunni er ætlað að skýra ákvæði samkeppnislaga sem snúa að hagsmunasamtökum fyrirtækja. 

2.11.2021 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna kaupa Ardian á Mílu

Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning um breytingu á yfirráðum í Mílu hf. Í viðskiptunum felst að AB 855 ehf., sem er dótturfélag tveggja sjóða í rekstri Ardian France SA, kaupir Mílu af Símanum hf. Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum þeirra hagsmunaaðila sem telja málið sig varða.

29.10.2021 : Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marel og Völku

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Marel Iceland ehf., dótturfélags Marel hf., og Völku ehf. Í kjölfar umfangsmikillar rannsóknar er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna samrunans.

27.10.2021 : Samkeppniseftirlitið leitar frekari sjónarmiða vegna samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða

Samkeppniseftirlitið hefur til meðferðar fyrirhuguð kaup Ferðaskrifstofu Íslands ehf. á rekstri Heimsferða ehf. Samkeppniseftirlitið veitir hér með þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á því að koma að sjónarmiðum vegna hans.

22.10.2021 : Hagmunasamtök mega ekki taka þátt í umfjöllun um verð

Á undanförnum dögum hafa fjölmiðlar fjallað um yfirvofandi vöruskort á ýmsum sviðum, hækkandi hrávöruverð, truflanir í aðfangakeðjum og aðrar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem áhrif geta haft á verðlag og hagsmuni neytenda hér á landi. Með hliðsjón af þessu brýnir Samkeppniseftirlitið fyrir forsvarsmönnum hvers konar hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun sem tengist verðlagningu eða annarri markaðshegðun fyrirtækja.

22.10.2021 : Viðskiptalönd okkar efla samkeppni og skjóta þannig sterkari stoðum undir neytendavernd og velsæld

Í vikunni fór fram morgunverðarfundur um samkeppnis- og neytendamál á vegum verðlagseftirlits ASÍ og Neytendasamtakanna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, flutti erindi á fundinum auk þess að taka þátt í pallborðsumræðum. Í erindi sínu bar Páll saman stefnur helstu viðskiptalanda Íslands í samkeppnismálum.

13.10.2021 : Ársþing ICN sett í Búdapest á tuttugu ára afmælisári samtakanna

Ársþing Alþjóðasamtaka samkeppniseftirlita, eða ICN (International Competition Network), var sett í Búdapest í Ungverjalandi í dag. Ráðstefnan stendur fram á föstudag og verður með rafrænu sniði þetta árið. 

1.10.2021 : CAP viðmiðin hafa gefið góða raun

Rúmlega tvö ár eru liðin síðan Alþjóðasamtök samkeppniseftirlita (International Competition Network, ICN) innleiddu svokölluð CAP viðmið. Þeim er ætlað að tryggja vandaðar rannsóknir og forðast einsleitni í meðferð mála en Samkeppniseftirlitið uppfyllir skilyrðin og var á meðal stofnaðila þeirra árið 2019.

23.9.2021 : Tilmæli um að Landsbjörg efli upplýsingagjöf um fjárhagslegan aðskilnað

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar hvernig Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur fylgt fyrirmælum um fjárhagslegan aðskilnað annars vegar vegna starfsemi þar sem félagið nýtur opinberra fjárframlaga eða styrkja af almannafé og hins vegar starfsemi sem rekin er í samkeppni við aðra aðila. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að Landsbjörg hafi fylgt fyrirmælum ákvörðunar frá 2007 en hins vegar mætti standa betur að upplýsingagjöf um fjárhagslegan aðskilnað.

23.9.2021 : Samruna ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingar sett skilyrði

Samkeppniseftirlitið birtir í dag ákvörðun í rannsókn á samruna ÍSAM ehf., Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., en rannsókninni lauk þann 29. júlí sl. með sátt milli samrunaaðila og Samkeppniseftirlitsins. Með sáttinni skuldbinda samrunaaðilar sig til þess að grípa til aðgerða sem miða að því að eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til.

Síða 1 af 3