Fréttayfirlit: 2024

Fyrirsagnalisti

3.12.2024 : Stór hluti stjórnenda íslenskra fyrirtækja telur sig verða varan við brot á samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið birtir í dag skýrslu um þekkingu og viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til samkeppnismála.

 

2.12.2024 : Samkeppniseftirlitið áfrýjar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 18. nóvember sl., var komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi.

2.12.2024 : Alvarlegt samráðsmál og samrunar í forgrunni

Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins fyrir 2023 liggur nú fyrir. Í skýrslunni er starf eftirlitsins á árinu reifað á ítarlegan hátt og er m.a. farið yfir tölulegar upplýsingar, rannsóknir og verkefni á árinu, málsvarahlutverk eftirlitsins auk þess eru birtar áherslur næstu ára, yfirlit yfir stjórnvaldssektir og margt fleira fróðlegt. Í skýrslunni má sömuleiðis finna áhugaverða fróðleiksmola um hlutverk og ávinning eftirlits og hvað virkt samkeppniseftirlit gerir í raun og veru í þágu neytenda.

29.11.2024 : Útleiga atvinnuhúsnæðis - markaðsgreining

Samkeppniseftirlitið hefur nú birt rit nr. 6/2024, Markaðsgreining – markaður fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis. Í skjalinu er að finna greiningu á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis. 

28.11.2024 : Festi hf. viðurkennir brot og greiðir sekt

Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt er í dag, er gerð grein fyrir sátt sem eftirlitið hefur gert við Festi hf. Í sáttinni viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Fellst fyrirtækið á að greiða 750 milljónir kr. í sekt vegna þessara brota sem Samkeppniseftirlitið telur alvarleg. 

19.11.2024 : Búvörulög – viðbrögð við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, 18. nóvember, er komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi.

18.11.2024 : Búvörulög – Undanþágur fyrir kjötafurðastöðvar hafa ekki lagagildi

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag er komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum samráð og samruna sín á milli, stríði gegn stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og hafi því ekki lagagildi.  

30.10.2024 : Festi óskar eftir sáttaviðræðum

Festi hefur í dag óskað eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar sem nú stendur yfir. Varðar rannsóknin möguleg brot Festi hf. á skilyrðum í sátt sem félagið gerði við Samkeppniseftirlitið þann 30. júlí 2018 vegna samruna N1 hf. og Festi hf.

29.10.2024 : Héraðsdómur vísar frá kröfu Símans um niðurfellingu sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur með úrskurði uppkveðnum 28. október 2024 vísað frá kröfu Símans hf. þar sem fyrirtækið krafðist viðurkenningar á því að það væri óbundið af skilyrðum í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015. Um var að ræða skilyrði samkvæmt sátt sem fyrirtækið hafði skuldbundið sig til að fara eftir vegna kaupa á sjónvarpsstöðinni Skjánum sem síðar varð Sjónvarp Símans. Efnislega snerist krafa Símans um að fyrirtækið þyrfti ekki í veigamiklum atriðum að fara að skilyrðum sáttarinnar.

14.10.2024 : Eftirlitsstofnun EFTA framkvæmir fyrirvaralausa athugun

Samkeppniseftirlitið getur staðfest að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hóf í dag fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Eru aðgerðirnar liður í rannsókn eftirlitsstofnunarinnar á því hvort að brotið hafi verið gegn samkeppnisreglum EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið aðstoðar við aðgerðirnar.

26.9.2024 : Landsréttur sýknar Samkeppniseftirlitið af kröfu Samskipa

Með dómi Landsréttar uppkveðnum í dag var Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfu Samskipa hf. þess efnis að ógiltur yrði fyrri úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þar sem kæru fyrirtækisins var vísað frá nefndinni.

24.9.2024 : Opið umsagnarferli um kaup Landsbankans á TM– Samkeppnissjónarmið óskast

Landsbankinn hf. hefur tilkynnt um kaup félagsins á TM hf. Kaupin fela í sér að breyting verður á yfirráðum til frambúðar yfir TM og er því um samruna er að ræða í skilningi 17. gr. samkeppnislaga og er hann tilkynningaskyldur samkvæmt 17.a gr. laganna. Formleg málsmeðferð hjá Samkeppniseftirlitinu hófst 20. september sl. 

2.9.2024 : Ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins um 17-29-föld fjárframlög til eftirlitsins árin 2014-2023

Samkeppniseftirlitið birtir í dag mat á reiknuðum ábata vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins árin 2014-2023 í riti nr. 4/2024Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins 2014-2023. Einnig birtir Samkeppniseftirlitið í dag rit nr. 3/2024, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins, lýsing á aðferðafræði og forsendum. Matið byggir á leiðbeiningum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og hefur verið rýnt af óháðum sérfræðingi.

2.9.2024 : ECN styður drög framkvæmdastjórnarinnar

Nýverið birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, drög að leiðbeiningarreglum er varðar beitingu á ákvæði 102. gr. TFEU. Ákvæðið er samhljóða 11. gr. samkeppnislaga sem bannar alla misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Með drögunum er verið að leitast eftir því að auka réttarvissu og auka samræmi í beitingu á ákvæðinu.

28.8.2024 : Sátt Samkeppniseftirlitsins við Hreyfil vegna takmörkunar á atvinnuréttindum leigubifreiðastjóra

Samkeppniseftirlitið og Hreyfill svf. hafa gert með sér sátt vegna háttsemi Hreyfils sem fólst í því að banna leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu hjá Hreyfli að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Í sáttinni felst að Hreyfill mun ekki hindra að leigubifreiðastjórar sem keyra fyrir stöðina nýti sér jafnframt aðra þjónustuaðila sem sinna leigubifreiðastjórum. 

 

12.7.2024 : Símanum og Noona gert að stöðva markaðssetningu sem feli í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots Símans hf., Noona Labs ehf. og Noona Iceland ehf. á banni við því að framkvæma samruna áður en Samkeppniseftirlitið hefur tekið afstöðu til hans.

9.7.2024 : Samkeppniseftirlitið kallar eftir endurskoðun búvörulaga

Með breytingum á búvörulögum í mars síðastliðnum voru kjötafurðarstöðvar undanþegnar banni við ólögmætu samráði og eftirliti Samkeppniseftirlitsins með samrunum. Í kjölfarið beindi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) erindi til matvælaráðuneytisins þar sem til skoðunar er hvort breytingarnar samræmist EES-samningnum.

3.7.2024 : Forgangsröðun verkefna

Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið þurft að grípa til tiltektar í stjórnsýslumálum og aðgerða til að laga starfsemi sína að fjárheimildum eftirlitsins sem hafa undanfarin ár ekki haldist í hendur við aukin umsvif í efnahagslífinu. Hluti af þeim aðgerðum hefur falist í lokun mála án endanlegrar niðurstöðu.

26.6.2024 : Héraðsdómur dæmir í máli Símans gegn Samkeppniseftirlitinu

Með ákvörðun nr. 24/2023 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til þess að verða við kröfu Símans um að fella niður öll skilyrði sem fyrirtækið hafði áður skuldbundið sig til að fylgja í því skyni að efla samkeppni á fjarskiptamörkuðum.

21.6.2024 : Samrunamál í sumar – ný mál og tafir

Vegna mikilla anna, ófullnægjandi fjárveitinga og sumarleyfa er fyrirsjáanlegt að yfirferð nýrra samrunatilkynninga og athuganir á nýjum samrunaskrám muni tefjast í sumar. Útlit er fyrir að þessi staða verði uppi fram í miðjan ágúst.

Síða 1 af 3