18.12.2024

Áherslur Samkeppniseftirlitsins fyrir árin 2025 - 2027

  • Millisida-11

Samkeppniseftirlitið hefur birt áherslur eftirlitsins til næstu þriggja ára. Eru áherslurnar leiðbeinandi við ákvarðanatöku um forgangsröðun verkefna og aðgerða í starfi stofnunarinnar. Einnig taka þær mið af stefnumótun og markmiðum sem sett eru fram í fjármálaáætlun ríkisins á hverjum tíma.

Við mótun áherslna er horft til efnahagsaðstæðna hverju sinni, aðstæðna á mörkuðum, reynslu liðinna ára og annarra áskorana sem fram undan eru. Þá er einnig horft til þróunar lagaumhverfis samkeppnismála hér á landi, alþjóðlegra skuldbindinga og áherslna á sviði samkeppnismála innan evrópska efnahagssvæðisins og í öðrum ríkjum.

Áherslur í eftirliti stofnunarinnar skiptast í meginatriðum í eftirfarandi meginverkefni:

- Að vinna gegn banni við samkeppnishömlum (ólögmætu samráði og misnotkun á markaðsráðandi stöðu.

- Að vinna gegn samkeppnishamlandi samþjöppun og hafa yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl.

- Að vinna gegn samkeppnishindrunum af hálfu hins opinbera.

- Að varpa ljósi á aðrar samkeppnishamlandi aðstæður á samkeppnismörkuðum, með markaðsrannsóknum.

- Að auka þekkingu stjórnenda fyrirtækja og almennings á samkeppnisreglum.

Undir framangreindum verkefnaflokkum eru reifuð helstu áhersluatriði sem m.a. taka mið af mikilvægi einstakra markaða fyrir almannahagsmuni og öðrum áskorunum sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir.

Áherslurnar eru endurskoðaðar á hverju hausti.

Áherslur fyrir árin 2025-2027 eru aðgengilegar hér .