9.6.2023

Árleg heimsókn Eftirlitsstofnunar EFTA

  • ESA-visit-mynd2-2-

Fulltrúar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) heimsóttu skrifstofur Samkeppniseftirlitsins í Borgartúni í vikunni og sátu árlegan vinnufund með starfsfólki eftirlitsins. Þrjú aðildarríki að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) eiga aðild að ESA en það eru Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Stofnunin, sem er staðsett í Brussel, hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd og tryggja fullnustu EFTA-ríkjanna að samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en þar undir falla samkeppnismál.

ESA-visit-mynd2-1-

Á fundinum var meðal annars farið yfir þau málefni sem ber hæst hjá ESA og Samkeppniseftirlitinu þessi misserin auk þess sem áframhaldandi samstarf stofnananna tveggja var rætt.

Að venju var fundurinn afar gagnlegur, fróðlegur og ánægjulegur og Samkeppniseftirlitið þakkar fulltrúum ESA fyrir komuna.  

ESA-visit-mynd2-2-