2.9.2024

ECN styður drög framkvæmdastjórnarinnar

Nýverið birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, drög að leiðbeiningarreglum er varðar beitingu á ákvæði 102. gr. TFEU. Ákvæðið er samhljóða 11. gr. samkeppnislaga sem bannar alla misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Með drögunum er verið að leitast eftir því að auka réttarvissu og auka samræmi í beitingu á ákvæðinu.

Samkeppniseftirlitið er virkur þátttakandi í samstarfi evrópskra samkeppnisyfirvalda, á vegum European Competition Network (ECN). Samkeppniseftirlitið og ECN styðja þetta framtak og hvetur þau sem hafa áhuga á að koma að athugasemdum eða sjónarmiðum um leiðbeiningardrögin, að gera slíkt í gegnum vefsíðu framkvæmdastjórnarinnar.

Meðfylgjandi er yfirlýsing frá ECN samstarfinu um leiðbeiningardrögin .

Hér má finna tengil á leiðbeiningardrögin og upplýsingar um þau.

(https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/ip_24_3623)