19.3.2019

EES í aldarfjórðung – Frjáls samkeppni

Þriðjudaginn 19. mars 2019 stóð Sendinefnd Evrópusambandsins, Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR og Samkeppniseftirlitið fyrir fundi um þýðingu EES-samningsins fyrir beitingu samkeppnisreglna og samkeppnishæfni Íslands, undir yfirskriftinni EES í aldarfjórðung. Á fundinum fór Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins yfir tilurð og þróun samkeppnislaga á Íslandi, beitingu þeirra og ábata samkeppniseftirlits. Þá færði hann rök fyrir þýðingu og mikilvægi EES-samningsins í þessu sambandi. Ræðu hans má nálgast hér .