24.11.2023

Festi kaupir Lyfju – óskað eftir sjónarmiðum

  • Untitled-design-2023-11-24T135811.026

Festi hf. hefur tilkynnt um kaup félagsins á Lyfju hf. Samkeppniseftirlitið hefur því samrunann til meðferðar og er málið á fyrsta fasa.

Öllum hagsmunaðilum og öðrum áhugasömum er gefinn kostur á að skila inn sjónarmiðum vegna samrunans, til dæmis um möguleg áhrif hans á samkeppni, um viðkomandi markaði, og hversu virk samkeppni er á viðkomandi mörkuðum sem eru að minnsta kosti dagvörumarkaður og sala lyfja.

Festi hf. er meðal annars eigandi dagvöruverslana, eldsneytisstöðva og raftækjaverslana. Lyfja hf. rekur apótek og er auk þess eigandi Heilsu ehf. sem selur heilsuvörur og bætiefni í heildsölu en fyrirtækið er hluti af viðskiptunum.

Hægt er að lesa lýsingu fyrirtækjanna á samrunanum í samrunaskrá sem er aðgengileg hér.

Umsagnir sendist á gogn@samkeppni.is fyrir 8. desember nk. og fyrirspurnum vegna samrunarannsóknar má beina til halldor@samkeppni.is.