Festi óskar eftir sáttaviðræðum
Festi hefur í dag óskað eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar sem nú stendur yfir. Varðar rannsóknin möguleg brot Festi hf. á skilyrðum í sátt sem félagið gerði við Samkeppniseftirlitið þann 30. júlí 2018 vegna samruna N1 hf. og Festi hf., en nánar er fjallað um samrunann og tilefni sáttarinnar í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2019.
Samkvæmt 17. gr. f. samkeppnislaga er Samkeppniseftirlitinu heimilt að gera sátt við fyrirtæki um lyktir mála. Hefur Samkeppniseftirlitið fallist á að hefja viðræður við Festi um hvort forsendur séu til þess að ljúka málinum með sátt.
Festi hefur birt tilkynningu á kauphöll vegna framangreinds.